Með bíl

Sama hvar þú ert á landinu þá eru nokkrir ferðamöguleikar í boði.
Ef þú vilt vera samferða öðrum þá er hægt að óska eftir fari eða farþegum
á
gestahópnum okkar á Facebook.

Það er fátt skemmtilegra en roadtrip í góðra vina hópi. Ef þið viljið keyra en eruð ekki á eigin bíl þá bendum við á samstarfsaðila okkar Bílaleigu Akureyrar (www.holdur.is), en þeir eru með afgreiðslur í átta bæjarfélögum um allt land. Ef þið eruð að keyra frá Reykjavík er ekki úr vegi að taka hringinn í leiðinni. Ekki gleyma svo að koma við á Sólheimasandi, þar sem hluti af Fjöru myndbandi Sólstafa var tekið upp, á suðurleiðinni, og stoppa í Dimmuborgum á norðurleiðinni. Munið bara að ferðin tekur tíu tíma, alla vega með stoppum á helstu stöðum, þannig að passið upp á að vera með góðan lagalista fyrir ferðina.