Alchemia [IS]

https://www.facebook.com/alchemia.alchemia/

Alchemia spilar hnitmiðað og hressilegt þungarokk, hefur gefið út 3 plötur og fagnar nú 10 ára
starfsafmæli sínu. Sveitin hefur tvo Evróputúra undir beltinu ásamt tónleikum um allt Ísland með
hinum og þessum listamönnum, t.d. Dimmu og Brain Police. Auk þess hefur sveitin komið fram á hinum
og þessum tónlistarhátíðum, svo sem Gærunni, Akureyri rokkar, Jack Live (RIP) og fleiri góðum.
Hljómsveitin hefur einnig getið af sér afkvæmi; ábreiðuhljómsveitina Alcoholia, sem hefur m.a. staðið
fyrir Motörhead, Nirvana og alls konar heiðurstónleikum.
Þú fílar Alchemia ef þú fílar Metallica, Black Label Society, Motörhead, Black Sabbath, Muse, Nirvana
og Alice in Chains.

http://www.alchemia.is