At Breakpoint [IS]

https://www.facebook.com/atbreakpoint/

 

At Breakpoint er þriggja manna rokkhljómsveit úr Hafnarfirði.
Sveitin spilar hörkurokk en á líka stundum sínar mjúku hliðar.
Hljómsveitin byrjaði sem vinahópur að skemmta sér sumarið 2012.
En í október 2015 urðu mannabreytingar og hljómsveitin fór að vinna af meiri alvöru.
Árið 2016 kom út þeirra fyrsta lag, lagið „3 Lines“. 2017 kom svo út þeirra fyrsta EP-plata, „Nowhere Left to Fall“.
Nú vinnur sveitin hart að sinni fyrstu plötu í fullri lengd.
Áhrif sveitarinnar eru hljómsveitir á borð við Foo Fighters, Royal Blood, Clutch, Rise Against, The Damned Things o.fl.