Auðn [IS]

Þrátt fyrir alla sína fegurð getur Ísland verið myrkur staður þar sem frumkraftarnir herja á með ógnarkrafti og vekja ótta en veita á sama tíma innblástur fyrir sköpun. Með rætur í Hveragerði, litlu þorpi á eldfjallaeyjunni, er AUÐN eitt af nýrri afsprengjum ört stækkandi svartmálmssenu lands íss og snævar til að þenja seglin í átt að erlendum ströndum.

Ólíkt flestum öðrum svartmálmsböndum skiptir AUÐN inn ógnvænlegum melódíum og ljúfsárum hughrifum fyrir rífandi og ætandi höggin sem hafa fært þennan fjarlæga stað í norður Atlantshafi í framvarða sveit svarmálmsins og færir þér þannig jafnvægi í myrkrið.

Frá stofnun árið 2010 og fram til síns lokadags mun AUÐN halda áfram að sækja á hljóðhimnur þínar þar til síðasta crescendóið lokar bókinni á brenndri og hrjóstrugri jörð.

Auðn á Facebook