Coney Island Babies [IS]

https://www.facebook.com/coneyislandbabies/

Strákarnir í Coney Island Babies hittust fyrst 7. febrúar 2004.
Einu mennirnir í bænum sem allir áttu snjáð eintak af Ocean Rain með Echo and the Bunnymen í plötuskápnum.
Undir þokumettuðum himni, í kjallara í Neskaupstað, hófu þeir æfingar, hafa ekki enn hætt og hafa fengið byr undir báða vængi – eru byrjaðir að æfa uppi í risi…
Þeir staðfestu tilvist sína með útgáfu plötunnar Morning to Kill árið 2012 sem vakti bæði hrifningu og undrun.
Næsta plata er væntanleg með hækkandi sól og lækkandi vaxtastigi.
Þeir lýsa sjálfum sér sem „indí-bandi“, innblásið af þungum og þéttum takti hinnar norðfirsku öldu og tregafullri tilvist hins miðaldra nútímamanns.

Hljómsveitina skipa:
Geir Sigurpáll Hlöðversson – gítar og söngur.
Guðmundur Höskuldsson – gítar.
Hafsteinn Már Þórðarson – bassi.
Jón Knútur Ásmundsson – trommur.