DDT skordýraeitur [IS]

https://www.facebook.com/ddteitur/

Pönksveitin DDT skordýraeitur er bílskúrsband sem var stofnuð á haustmánuðum 2015 af
Sir Arnari Guðmundssyni, Ágústi Inga Ágústssyni, Pjetri St. Arasyni og Þorvarði Sigurbjörnssyni.
Hennar aðalsmerki er að skemmta sér og eingöngu sér völdu fólki.
Í byrjun desember 2017 fór pönksveitin í hljóðver og hljóðritaði fimm lög sem gefin voru út á spotify 29. des. 2017.
Einnig kom út EP plata með sama efni.