Dynfari [IS]

Dynfari spilar draumkennda black metal innblásna tónlist. Vopnaðir reykelsum, kertaljósi og dáleiðandi tónum sigla þeir skilningarvitum áheyrenda í aðra veröld.

Sveitin á að baki um það bil 100 tónleika bæði innan lands og utan, þar sem Ameríkutúr með black metal goðsögnunum í Negură Bunget árið 2015 vegur þungt.

Í tilefni þess að í ár spilar hljómsveitin í fimmta skipti á Eistnaflugi munu þeir undirbúa einstakan flutning sem ekki verður endurtekinn.

Dynfari á Facebook