Exile [IS]

https://www.facebook.com/ExileThrash/

 

Thrash metal hljómsveitin ,,Exile” var stofnuð af Rúnari Þór Friðrikssyni í Reykjavik snemma árið 2016 eftir ráðalausri leit að starfandi thrash metal hljómsveitum hér á landi.

Fyrstu mánuðir hljómsveitarinnar gengu erfiðlega vegna mikla meðlima skipta.
Í dag samanstendur Exile af fullkomnri blöndu af drifkröftugum tónlistarmönnum sem vinna hörðum höndum að klára þeirra fyrstu hljómplötu.
Hljómsveitinn notfærir sér sittlítið af hverju úr vopnabúri áhrifavalda sinna til þess að skapa þá tónlist sem þeir myndu helst vilja heyra.
Àhrifavaldar eru à borð við Exodus, Testement, Megadeth og Sodom til þess að nefna nokkra.
Exile kláruðu nýverið tónleikaferðalag um evrópu sem tók þá til margra land meðal annars til Ítalíu, Austuríki, Póland ofl.
Ferðin gekk vel og sýndu margir hverjir evropu búar brennandi áhuga á hvað hljómsveitin hefur upp á að bjóða.
Þegar heim var komið bauðst hljómsveitin að hita upp á tvennum tónleikum fyrir tvo af stærstu þungarokks hljómsveitum Íslands, Dimmu og Skálmöld.
Tónleikarnir reyndust vera fullkomið tækifæri til þess að koma tónlist þeirra á framfæri á íslenskum markaði.

 

Meðlimir:
Enaldo Marcos – Söngur
Axel Örn Torfason – Gítar
Valur Þór Hjálmarsson – Bassi & bakraddir
Gottskálk Daði Bernhöftsson – Session trommari
Rúnar Þór Friðriksson – Gítar & bakraddir

Kristrún Elíasdóttir (a.k.a. Kitty Svarfdal) – Manager & Merchandise