Golden Core [NO]

Golden Core er norsk-íslenskt metal tvíeyki sem gerir út frá Osló. Þeir leika blöndu ýmissa stefna þrátt fyrir að stoner og doom metall veiti aðal innblásturinn. Sveitinni hefur verið líkt við hljómsveitir á borð við Neuroses, Kyuss, Mastodon og Mayhem.

Málmhausarnir tveir byrjuðu að spila saman árið 2014 og hafa síðan þá leikið á fjölmörgum tónleikum og hátíðum í Noregi, Danmörku og Íslandi. Þeir hafa komið fram ásamt Bongzilla (US) og Napalm Death (UK)

Golden Core á Facebook