Hatari [IS]

 

Margmiðlunarverkefnið HATARI miðar að því að afhjúpa linnulausa svikamyllu hversdagsleikans.
Sveitin hefur tvisvar í röð verið titluð “besta tónleikasveit ársins” á tónlistarverðlaunum Reykjavik Grapevine og
hlotið gríðarlegt lof, ekki einungis fyrir tónlist heldur einnig einstaklega íburðamikla og frumlega sviðsframkomu.
Þegar hún kom fyrst fram á Iceland Airwaves 2016 náði hún athygli fjölmiðla á borð við Guardian og Line of Best Fit,
og var tónlistinni meðal annars lýst sem dansvænu en hráu raf-iðnaðarpönki með níhíló-pólitískum textum um siðrof
nýfrjálshyggjusamfélagsins og endalok alheimsins.