Jónas Sig & Ritvélar Framtíðarinnar [IS]

Stofnuð 2010

Listamenn sem við metum.
Nusrat Fateh Ali Khan / Otha Turner / Akron Family / Stevie Wonder.
Einnig alla íslenska listamenn, hljómsveitir, sjómenn, sjókonur og Baadermenn.

Sími 692 7184

@framtidarinnar

asaberglind@gmail.com

http://www.jonassigurdsson.com/

Tónlistarstíll
Afro beat, Funk, Soul, Icelandic, Electric, Pop, Happiness

Meðlimir
Jónas Sigurðsson: Söngur
Ingi Björn Ingason: Bassi
Arnar Freyr Gíslason: Trommur
Ómar Guðjónsson: Gítar
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Sax, flauta og raddir.
Snorri Sigurðarson: Trompet
Ása Berglind Hjálmarsdóttir: Trompet
Steinar Sigurðarson: Sax

Heimabær
Reykjavík, Iceland

Hljómplötufyrtæki
ZX media

Ritvélar framtíðarinnar komu fyrst saman árið 2010 og hafa síðan þá spilað um allt land lög af þremur plötum Jónasar Sig:
Þar sem malbikið svífur mun ég dansa – 2007
Allt er eitthvað – 2010
Þar sem himin ber við haf – 2012

Hljómsveitin er þekkt fyrir einstakan og kraftmikinn lifandi flutning, texta sem lætur engan ósnortinn og tónlist hrífur fólk með sér.

Undanfarið hefur hljómsveitin verið að taka upp live plötu sem mun koma út vorið 2016.

Jónas Sigurðsson vakti fyrst athygli í tónlistarheiminum með hljómsveitinni Sólstrandargæjunum.
Sveitin naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, ekki síst fyrir lagið Rangur maður sem enn er spilað í öðru hverju gítarpartýi á Íslandi.
Nokkru eftir að Sólstrandargæjarnir hættu starfsemi flutti Jónas til Danmerkur og kom lítið nálægt tónlist í nokkur ár.

Endurkoma Jónasar kom árið 2007 þegar hann sendi frá sér plötuna Þar sem malbikið svífur mun ég dansa.
Kom platan tónlistarspekingum þægilega á óvart og var af mörgum talin ein besta íslenska plata þess árs.
Önnur breiðskífa Jónasar kom út árið 2010 og heitir Allt er eitthvað en hana vann Jónas í samstarfi við hljómsveit sína, Ritvélar framtíðarinnar.
Plötunni var ekki síður vel tekið en þeirri fyrstu og lög eins og Hamingjan er hér og titillagið Allt er eitthvað nutu mikilla vinsælda á öldum ljósvakans.

Jónas sendi frá sér plötuna Þar sem himin ber við haf í október 2012 en um er að ræða nýtt efni og þematengda upplifun Jónasar
þar sem hafið spilar stórt hlutverk en platan er unnin í samstarfi við Lúðrasveit Þorlákshafnar.

Framtíðin er hin nýja fortíð.