Kronika [IS]

@kronikaiceland

https://www.facebook.com/kronikaiceland/

Meðlimir
Tinna – Söngur
Gummi – Gítar
Bibbi – Bassi
Biggi – Trommur

Meðlimir Kroniku koma úr öllum áttum.
Settu Reykjavíkurdætur, Sunnyside Road, Skálmöld og Dimmu í einn pott.
Það er Kronika.

Ágrip
Kronika var stofnuð árið 2016 í þeim tilgangi að breyta heiminum og gera það hratt.
Á undraskömmum tíma urðu til átta lög og gegn skynsemi, markaðsþróun og bölsýni var vaðið í gerð breiðskífu og útgáfu á henni.

Meðlimir Kroniku koma úr öllum áttum og árekstur þeirra skapaði bræðing sem erfitt er að skilgreina.
Fremst í flokki fer Tinna Sverrisdóttir sem áður hafði breytt íslensku rappsenunni með Reykjavíkurdætrum.
Hér fær hún að njóta sín til fullnustu við rapp, söng, textagerð og öfgafulla tjáningu sem tælir alla með í dans og dulúð.
Fyrir aftan hana standa þrír fullvaxta karlmenn, Guðmundur Stefán Þorvaldsson sem slær gítar og er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa gert slíkt áður,
en þá kannski lausar, með krúttsprengjunum í Sunnyside Road.
Um dekkri hliðina sjá Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar og Birgir Jónsson trommuleikari Dimmu.

Þau fjögur eru Kronika.

Tónlistina er erfitt að skilgreina en slíkur var krafturinn að hún braut sér leið upp á yfirborðið
á ógnarhraða og ekki um annað að ræða en skunda beint í hljóðver og finna flóðinu farveg.
Þar má segja að Kronika hafi fundið sinn fimmta Bítil en í stúdíó Hjóðverki tók á móti kvartettinum Einar Vilberg sem tók verkefnið heljartökum,
pródúseraði plötuna á ógnarhraða og skilaði þannig öllu saman óbeisluðu á fast form.
Úr varð Tinnitus Forte, átta laga plata sem segir sína sögu sjálf, en ekki nema brot af sögu Kroniku.
Lífið er rétt að byrja.