LEGEND [IS]

www.facebook.com/Legendband

 

LEGEND er tvíeyki Krumma Björgvinssyni og Halldórs Á. Björnssonar.
Þeir gáfu út sína fyrstu plötu Fearless árið 2012 á Íslandi við góðar undirtektir.
Í kjölfarið gerði bandið samning við kanadíska plötufyrirtækið Artoffact Records sem gaf út plötuna á heimsvísu.
Midnight Champion er önnur plata sveitarinnar og kom út á Artoffact 13. október og er einnig gefin út á heimsvísu.
Trommarinn Frosti Jón Runófsson gekk til liðs við bandið árið 2013 og spilar á Midnight Champion.
Live bandið samanstendur af Bjarna Sigurðarsyni á gítar (Mínus), Frosti Jón á trommur (Klink) og Hálfdán Árnasyni á bassa.
LEGEND hefur verið iðin við það að spila erlendis síðan fyrsta platan kom út og hefur bandið eignast mjög sterkan og breiðan
aðdáendahóp um allan heim og þá helst í Þýskalandi, Svíþjóð og Norður-Ameríku.
LEGEND er þekkt fyrir tilkomumikla tónleika sem jaðrar á við trúarlega og yfirnáttúrulega upplifun.

 

Það tók okkur um það bil eitt ár að semja og taka upp nýju plötuna Midnight Champion.
Við vorum auðvitað byrjaðir að koma með hugmyndir stuttu eftir að Fearless var endurútgefin um allann heim árið 2013
en við vorum á svo miklu ferðalagi að kynna þá plötu að við gátum aldrei tekið nógu langa pásu frá tónleikaferðalögum til að byrja á lagasmíðinni og upptökum.
Árið 2016 fórum við í að einblína eingöngu að nýju plötunni og klára hana.
Hún er frábrugðin fyrri plötu að því leytinu til að hljóðheimur og upptökuferli hefur þróast hjá okkur töluvert.
Fyrsta platan okkar Fearless var gerð í gamla hljóðverinu hans Dóra og við vorum að finna hljóminn okkar á þeim tíma.
Það má segja að við höfum fundið hljóminn okkar á Midnight Champion.
Við höfum þróast meira útí post-metal rokk með hljóðgervlum og trommuheilum.
Við notuðumst við sjö strengja rafmagnsgítar, niður stilltann 5 strengja bassa og hamrandi live trommur yfir öll lögin á plötunni.
Lögin voru samin á píanó, hljóðgervil og gítar.
Þetta er framsækin rokk/metal plata með rafrænum hljóðum og forrituðum trommum sem fylgja live trommunum að meira eða minna leyti.
Hún er einnig mun dimmari, þyngri og miklu meiri soundscapes. LEGEND kemur fram ásamt Frosta Jón Runólfsyni á trommur, Bjarna Sigurðarson á gítar og Hálfdán Árnason á bassa.
Textar fjalla um ógnvænleg málefni og persónulega baráttu við lífið og heiminn.
Þarna er líka hægt að finna skáldskap til að færa fram heimspekilegar vangaveltur.