Má vera fáviti á Eistnaflugi?

NEI! Það má alls ekki vera fáviti á Eistnaflugi!
Hugsaðu vel um sjálfa þig og aðra og skildu við bæinn eins og hann er þegar þú mætir,
annars verður Stebbi brjálaður! Við erum afar stolt af því að bæjarbúar í Neskaupstað
taka alltaf vel á móti okkur og að það hefur aldrei verið neitt vesen á milli tónleikagesta
og heimamanna, og svoleiðis ætlum við að hafa það áfram.