Með bíl

Sama hvar þú ert á landinu þá eru nokkrir ferðamöguleikar í boði.
Ef þú vilt vera samferða öðrum þá er hægt að óska eftir fari eða farþegum
á
gestahópnum okkar á Facebook.

Það er fátt skemmtilegra en roadtrip í góðra vina hópi. Ef þið viljið keyra en eruð ekki á eigin bíl þá bendum við á samstarfsaðila okkar Bílaleigu Akureyrar (www.holdur.is), en þeir eru með afgreiðslur í átta bæjarfélögum um allt land. Ef þið eruð að keyra frá Reykjavík er ekki úr vegi að taka hringinn í leiðinni. Ekki gleyma svo að koma við á Sólheimasandi, þar sem hluti af Fjöru myndbandi Sólstafa var tekið upp, á suðurleiðinni, og stoppa í Dimmuborgum á norðurleiðinni. Munið bara að ferðin tekur tíu tíma, alla vega með stoppum á helstu stöðum, þannig að passið upp á að vera með góðan lagalista fyrir ferðina.

Uppfært ferðakort! Á gestaspjallinu okkar góða, þá var spurt um áningarstaði sem væru með opið allan sólarhringinn, og eru hér nokkrir. Endilega kommentið ef þið vitið um fleiri staði við hringveginn sem veita slíka þjónustu.

Það hefur verið mikið og gott spjall inni á gestasíðunni okkar, svo ef þið getið veitt / þurfið á aðstoð/tips að halda, endilega joinið og takið þátt!

https://www.facebook.com/groups/782681678514305/