Með rútu/strætó

 

Hægt er að taka strætó (www.straeto.is) eða rútu frá flestum stöðum á landinu til Akureyrar eða Egilsstaða og þaðan áfram til Neskaupstaðar. Ef þú ferð frá Reykjavík tekurðu strætó 56 til Akureyrar, skiptir þar í 57 og tekur hann áfram til Egilsstaða. Þar þarftu að skipta yfir í rútu frá Austfjarðaleið (www.austfjardaleid.is) sem kemur þér alla leið til Neskaupstaðar.