Meistarar dauðans [IS]

Meistarar dauðans er þungarokksveit úr Reykjavík og hafa þeir nú starfað saman í 9 ár. Þeir spiluðu síðast á Eistnaflugi 2016 sumarið eftir að samnefndur frumburður sveitarinnar kom út veturinn áður, en hún var tilnefnd til hinna íslensku tónlistarverðlauna 2015. Ný plata leit dagsins ljós haustið 2018 sem hlaut heitið Lög þyngdaraflsins og hefur hún hlotið góða dóma. Á henni má heyra áhrif úr jazzi, funki og austurlenskri tónlist dansa ofan á kjarna sem er kjölfestur í þungarokkinu. Sveitin vakti strax athygli á sínum tíma fyrir ungan aldur hljómsveitarmeðlima en nú er reynslan farin að heyrast vel og skína í gegnum fágaðri texta, lagasmíðar og útsetningar.

Meistarar dauðans á Facebook