Narthraal [IS]

 

https://www.facebook.com/Narthraal/

Narthraal er íslensk dauðarokkshljómsveit sem spilar sænskt dauðarokk af gamla skólanum og reyna sitt allra besta að koma þessu skítahljóði með keðjusagarriffum og reiðum söng frá sér.

Hljómsveitin var stofnuð seint árið 2012 eftir að Viktor og Tony kynnstust á Wacken og föttuðu að þeir voru með svipaðan smekk á metal.

Narthraal fékk þá Helga sem trommara og Kára sem gítarleikara.

Helgi varð að hætta í hljómsveitinni snemma árið 2013 og var þá Jónas Haux fenginn til að berja á skinnin.

Kári hætti svo í mars 2016 og kom Birkir viku seinna, þá sem aðalgítarleikari hljómsveitarinnar.

Narthraal hefur gefið út 2 smáskífur og eina plötu.

2014 – Blood Citadel (EP)

2016 – Chainsaw Killing Spree (EP)

2017 – Screaming From the Grave (Full Length)

Narthraal elskar sænskt dauðarokk af gamla skólanum eins og Entombed og Dismember og
er eina dauðarokksbandið á Íslandi sem notar Boss HM-2 pedalinn sem gerir þetta feita, skítuga hljóð.

 

https://www.youtube.com/channel/UCqgVbJp3oZEgIxOVIGyr2_A

https://narthraal1.bandcamp.com