Paladin [IS]

Paladin var stofnuð árið 2017 af sex meðlimum sem starfað höfðu saman í öðrum hljómsveitum upp að þeim tíma. Bandið skartar meðlimum úr hljómsveitum eins og Diamond Thunder, Darknote, Wistaria, Nigh og Blood Feud. Bandið var stofnað með það að markmiði að kynna Íslendinga fyrir power metal, stefnu sem nýtur mikilla vinsælda um alla Evrópu, Ameríku og Suður Ameríku en hefur lítið sem ekkert fengið að njóta sín hér.

Þrátt fyrir að vera mjög ungt band hefur hljómsveitin látið til sín taka á stuttum tíma. Þar á meðal má nefna tvær demóupptökur sem ratað hafa á youtube og ótal tónleika um höfuðborgarsvæðið.

Paladin á Facebook