Primordial [IRL]

Primordial á rætur sínar að rekja til ársins 1987 þegar þeir Ciáran MacUiliam og Pól MacAmhlaigh Stofnuðu, snemma á unglingsárunum hlómsveit og fóru að æfa sig með því að spila lög eftir hljómsveitir á borð við Slayer, Sepultura, D.R.I og Sodom. Árið 1991 fékk hlómsveitin, sem þá hét Mortus, til liðs við sig söngvarann Alan Averill (einnig þekktan undir nafninu A.A. Nemtheanga). Árið 1993 tóku þeir upp sitt fyrsta og eina demó „Dark romanticism“ og höfðu þá tekið upp nafnið Primordial.

Árið 1995 gaf sveitin út plötuna Imrama hjá Cacophonous Records. Sú kom þeim á kortið sem melódískri svarmálmssveit. Þaðan þróaðist hún þó í átt til keltneskrar þjóðlagahefðar er við bættust flautur og mandólín. Eftir það flakkaði sveitin á milli útgáfufyrirtækja þangað til hún gaf út plötuna „The Gathering Wilderness“ árið 2005. Þá kvað við nýjan tón. Platan var mun myrkari og hrárri en áður hafði heyrst og komst hún á allnokkra topplistaauk þess að vera kosin plata ársins af tónlistartímaritinu Terrorizer Magazine. Hún hefur haldið áfram hjá Metal Blade og kom nýjasta plata sveitarinnar „Exile Amongst the Ruins“ út 30. mars á síðasta ári.

Primordial leikur keltnesk ættaðan þjóðlagasvartmálm og er klárlega ein af þeim hljómsveitum sem ekki má missa af á árinu.

https://www.primordialofficial.com/