Saktmóðigur [IS]

Stofnuð 1991

@saktmodi

Spotify

http://saktmodigur.bandcamp.com/

https://www.facebook.com/saktmodi/

https://soundcloud.com/saktmodigur

https://vimeo.com/saktmodigur

www.saktmodigur.is

Tegund
Pönk, rokk, rugl

Meðlimir
Daníel V. Elíasson – Trommur
Davíð Ólafsson – Gítar
Karl Óttar Pétursson – Söngur
Ragnar Ríkharðsson – Gítar
Stefán Jónsson – Bassi

Heimabær
Reykjavik

Record Label
Logsýra

Ágrip
Sveitin hefur verið starfandi óslitið fá árinnu 1991.
Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar var kassettan Legill sem kom út haustið 1992.
Í kjölfarið komu tvær 10″ vínyl EP plötur, Fegurðin, blómin og guðdómurinn árið 1993 og Byggir heimsveldi úr sníkjum árið 1996.
Hljómsveitin hefur auk þess gefið út þrjá geisladiska í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998) og Guð hann myndi gráta (2011).

Þriggja laga 7“ vínylplatan Demetra er dáin kom út árið 2013 og hafði að geyma lagið Kobbi V sem hjómsveitin gerði myndband við.Árið 2015 sveitin svo frá sér afmælisbraginn Eistnaflugsdans í tilefni af tíundu Eistnaflugshátíðinni. Það lag er unnið í samstarfi við Hafstein Má sigurðsson sem einnig tók upp 7“ Demetriu. Bandið fékk nokkra þekkta aðila úr tónlistaheiminum til að ljá laginu rödd sína þar með talið Flosa Þorgeirsson, Bibba, Gísla Sigmundsson, Aðalbjörn Tryggvason og Guðmund Óla Pálmasson sem flytur ógleymanlega einræðu um ágæti Eistnaflugs en ekki síður um ágæti sundlaugarinnar í Neskausptað.

Í júní mun svo koma út ný 12“ með sveitinni sem heitir Lífið er lýgi og er Aðalbjörn Tryggvason (Addi í Sólstöfum) upptökustjóri plötunnar en hann sá einnig um upptökurnar á plötu sveitarinnar Guð hann myndi gráta frá árinu 2011. Jakob Veigar Sigurðsson mun sjá um plötuumslag og alla listvinnu en hann hefur komið að þeirri vinnu hjá bandinu því síðan 2011 ásamt því að grípa í hljóðfæri á tónleikum. Reyndar eiga þeir Aðalbjörn og Guðmundur Óli listvinnuna á plötunni Guð hann myndi gráta en Jakob sá um fyrirstætustörfin.

Bandinu hefur sjaldan eða aldrei verið lýst á nákvæmari né ljóðrænni hátt en með eftirfarandi skrifum Tónlistar doktorsins sem hann lét frá sér í plötudómi um Guð hann myndi gráta.

“Suddapönk-hljómsveitin Saktmóðígur er eins og kleprar í rasshárum alls þess sem er hipp
og kúl á Íslandi – að eilífu dæmd til að vera utangarðs og lafandi svitastokkin á jaðrinum.
Pönkið er enn blóðhrátt og skröltir áfram eins og skrokkur í sláturhúsi.
Karl Pétur söngvari er villimannslega æstur og spýtir frá sér ofbeldis- og klámfengnum sora,
við bæði glatt strokkpönk og lúshægt mulningspönk.” (Dr. Gunni)