Sólstafir [IS]

Sólstafir eru ekki það sem fólk á öllu jöfnu von á. Þeir blanda saman svartmálmi og síkadelískum augnablikum og flétta svo við það hljómfögrum melódíum. Bak við þetta allt saman er svo þung undiralda sígldis- og þungarokks sem túlkar á einhvern hátt stórbrotið landslag Íslands. Fimmta breiðskífa sveitarinnar, Ótta, kemur sem rökrétt framhald af fyrirrennaranum, Svörtum söndum, og þegar hlustað er á sólstafi er eins gott að búast við hinu óvænta, hófsömum strengaútsetningum og dáleiðandi banjólínum, hlutum sem við eigum ekkert endilega að venjast í þungarokki. 
Ekkert af þessu blasti við þegar Sóstafir gáfu út sína fyrstu plötu, Þó var hljómsveitin klárlega auðþekkjanleg á þeim tíma líkt og nú og markar útgáfa platnanna „Masterpiece of Bitterness“ frá 2005 og „Köld“ frá 2009 augljósa staksteina á vegferð þeirra og bera þær augljós merki samfelldrar þróunar hljómsveitarinnar.
Tónlist Sólstafa ber til jafns merki kafaldsbylja, eldfjallagjósku, hvera, grænna haga og saltra alda.

Sólstafir á Facebook