Tappi Tíkarrass [IS]

 

Hljómsveitinn Tappi Tíkarrass var stofnuð árið 1981 af fjórum strákum í Reykjavík. Í upphafi skipuðu hljómsveitina þeir Eyþór Arnalds söngvari,
Jakob Smári Magnússon bassaleikari, Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari og Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari.
Seinna bættist við söngkonan Björk Guðmundsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson trommuleikari tók við kjuðunum.

Hljómsveitin var áberandi í tónlistarlífinu í Reykjavík frá 1981 til 1983 þegar hún hætti störfum.
Tappinn sendi frá sér tvær plötur og kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og sá um tónlistina í kvikmyndinni Nýtt líf.

Eftir að hljómsveitin hætti fóru hljómsveitarmeðlimir hver í sína átt og  hafa m.a. starfað með Sssól, Das Kapital, Todmobile,
Bubba Morthens, John Grant, Fræbbblunum, Sykurmolunum o.fl.

Árið 2015 var Tappinn endurlífgaður og sendi frá sér nýja plötu árið 2017. Á nýju plötunni er blanda af lögum sem voru samin árið 1981
og nýju efni. Tappa Tíkarrass skipa í dag þeir Eyþór Arnalds, Jakob Smári Magnússon, Eyjólfur Jóhannson og Guðmundur Þór Gunnarsson.

 

Tappi tíkarrass á Facebook

Soundcloud