Vicky [IS]

Vicky er hljómsveit sem spilar melódískt rokk og ról. Árið 2008 gáfu þau út sína fyrstu breiðskífu, Pull Hard og árið 2011 kom út seinni breiðskífa þeirra, Cast a Light. Báðar plöturnar fengu góða dóma hérlendis og erlendis og áttu lög á vinsældarlistum. Þar ber helst að nefna lögin Blizzard, af Pull hard, og Lullaby og Feel Good, af Cast a Light.

Sveitin spilaði mikið bæði hérlendis og erlendis á árunum 2008 – 2012 og fékk góða dóma fyrir plötur og tónleika frá ýmsum gagnrýnendum, þ.á.m tónlistartímaritunum Kerrang! og Rolling Stone Magazine. Hljómsveitin hefur síðan 2012 legið í dvala en kom saman árið 2017 og gaf út nýtt lag „Run From Me“.

Vicky kemur nú fram á Eistnaflugi í þriðja sinn, en hún kom fram árin 2010 og 2012.

Vicky á Facebook