Volcanova [IS]

Volcanova var stofnuð sumarið 2014 af þeim Ögmundi Kárasyni á trommur og Samúel Ásgeirssyni á gítar og söng. Árið 2016 fékk sveitin til liðs við sig á bassa Hörð Lúðvíksson. Ögmundur og Hörður sögðu svo skilið við bandið ári síðar og fékk Samúel þá Þorstein Árnason á bassa og Dag Atlason á trommur með sér.

Á haustdögum 2017 fóru hlutirnir að rúlla og fór sveitin að láta taka eftir sér eftir að hafa komið fram á tónleikum með hljómsveitum eins og Brain Police, The Vintage Caravan og Elder úr heimi stoner rokksins þar sem radd harmoníum er blandað saman við grípandi og þung riff. Bandið vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu.

Volcanova á Facebook